Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögreglan kannar fjölda bíla í nótt og á morgun
Laugardagur 1. desember 2007 kl. 00:42

Lögreglan kannar fjölda bíla í nótt og á morgun

Lögreglan á Suðurnesjum hefur fengið fjölda ábendinga eftir að hún auglýsti eftir bláum eða dökkum skutbíl sem ekið var á lítinn dreng síðdegis í dag. Ekið var á drenginn við gatnamót Vesturgötu og Birkiteigs í Reykjanesbæ um kl. 17 í dag. Barnið var flutt alvarlega slasað á slysadeild í Reykjavík.

Lögregla lýsir eftir skutbíl sem sást yfirgefa vettvanginn. Hann var blár eða dökkur að lit. Hugsanlegt er að dæld sé á bílnum framanverðum.

Að sögn lögreglu er verið að setja saman lista af bílum sem verða kannaðir í kvöld, nótt og á morgun.

Þeir sem geta gefið frekari upplýsingar um atburðinn eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 112.

Drengurinn sem ekið var á er alvarlega slasaður en hann hlaut m.a. alvarlega höfuðáverka í slysinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024