Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 22. apríl 2002 kl. 15:03

Lögreglan í Keflavík upplýsir eignarspjöll á bílum

Að sögn Karls Hermannssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hefur lögreglan í Keflavík upplýst röð eignarspjalla á bílum, sem unnin voru aðfaranótt 23. mars. s.l. af tveim unglingspiltum 15 og 17 ára. Þá voru brotnar rúður, skemmdir unnar á jeppa og fólksbíl í Garðahverfi, tveim ruslabílum í Heiðarhverfi, fólksbíl við Kirkjuveg og á tveim vörubílum í Njarðvík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024