LÖGREGLAN Í KEFLAVÍK SVELT
Málefni Lögreglunnar í Keflavík til umræðu í bæjarstjórn:Málefni lögreglunnar voru mikið rædd hjá Bæjarstjórn Reykjanesbæjar s.l. þriðjudag. Ólafur Thordesen (J) lýsti yfir hneykslan sinni á lélegum aðbúnaði lögreglunnar í Keflavík. Honum var tíðrætt um bílaflota lögreglunnar sem hann sagði vera til skammar og að aðeins ein bifreið af sex uppfyllti kröfur um öryggisútbúnað lögreglubifreiða. Ólafur nefndi að flestar bifreiðarnar hefðu verið keyptar af öðrum embættum sem ekki hefðu getað notast við þær lengur. Ruslakista fyrir ónýtan búnaðÓlafur lagði fram bókun og þar segir: „Bæjarstjórn Reykjanesbæjar lýsir áhyggjum sínum vegna þess lélega ástands sem er á bílaflota lögreglunnar í Keflavík. Umdæmi lögrelunnar er fjölmennt og fyrir margra hluta sakir vandasamt með tilliti til löggæslu. Bæði er umferðaþungi mikill, nálægð við alþjóðaflugvöll, og vandi vegna fíkniefna meiri en víða annars staðar á landinu. Þess vegna er brýnt að vel sé búið að þeim mönnum sem annast löggæslu á þessu svæði en með öllu óviðunandi að þetta svæði sé ruslakista fyrir gamlan búnað sem önnur umdæmi hafa gefist upp á að nota. Bæjarstjórn skorar því á dómsmálaráðuneytið að beita sér fyrir útbótum á þessu máli.” Allir bæjarfulltrúar bæjarstjórnar Reykjanesbæjar undirrituðu þessa bókun.Vinnueftirlitið gerirathugasemdirÓlafi var einnig tíðrætt um ástandið á lögreglustöðinni og benti á að Vinnueftirlitið hefði margoft gert krafist úrbóta á húsnæðinu. „En engar úrbætur hefðu verið gerðar síðan 1980, nema að mála neðri hæð hússins. Það er allt og sumt“, sagði Ólafur.Uppsagnir hjáLögreglunni í KeflavíkÓlafur benti á að 30% lögregluliðsins í Keflavík hefði sagt upp störfum á undanförnum tveimur árum og þar með hefði ómetanleg starfsreynsla glatast. „Afleysingamenn hafa verið ráðnir í stað þessara reynslumiklu manna, en þeir hafa því miður flestir litla sem enga reynslu af slíkum störfum og enga menntun sem lögreglumenn. Ástandið er ekki gott og við viljum hafa öfluga löggæslu á svæðinu“, sagði Ólafur. Hann kom í framhaldinu inná laun lögreglumann sem hann sagði vera slæm.Óviðundandi ástand í VatnsleysustrandarhreppiHreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps tók málið einnig til umfjöllunar á fundi sínum nýverið. Hreppsnefndin skorar á sýslumanninn í Keflavík að auka verulega virkt og sýnilegt eftirlit lögreglunnar í hreppnum. Þá skorar hreppsnefndin á Dómsmálaráðuneytið að auka fjárveitingu í þennan málaflokk því hreppsnefndin telur löggæslu ekki vera viðundandi á svæðinu og stór svæði séu án gæslu.