Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögreglan í Keflavík lýsir eftir 16 ára stúlku
Þriðjudagur 28. september 2004 kl. 17:35

Lögreglan í Keflavík lýsir eftir 16 ára stúlku

Lögreglan í Keflavík lýsir eftir Sunnu Dögg Scheving.  Sunna Dögg er 16 ára gömul, til heimilis að Birkiteig 12, Keflavík.  Hún er með dökklitað, axlasítt hár og er um 155 cm á hæð.  Ekkert hefur spurst til Sunnu Daggar síðan 26. september s.l. en þá var hún stödd í Reykjavík og var hún þá í bláum íþróttabuxum og svörtum anorak.  Hún er með lokk í neðri vör og einnig í tungu.  Sunna Dögg er verulega heyrnarskert.

Þeir sem einhverjar upplýsingar geta gefið varðandi ferðir Sunnu Daggar vinsamlegast hafi samband við lögregluna í Keflavík í síma 420-2400 eða í síma 112.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024