Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Lögreglan í hávaðaútköll
Sunnudagur 22. maí 2005 kl. 13:01

Lögreglan í hávaðaútköll

Ökumaður bifreiðar var stöðvaður, kom í ljós að hann hafði misst ökuleyfið fyrir nokkru síðan,  há sekt er við slíkum brotum.

Tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur sá er hraðar ók var mældur á 114 km hraða þar sem leyfður hraði er 90 km. Hinn var mældur á 77 km hraða á Hringbraut í Keflavík, þar sem leyfður hraði er 50 km.

Lögreglan þurftir að sinna þremur hávaðaútköllum í heimahús  og nauðsynlegt var að fara tvisvar á einn staðinn áður en húseigendur lækkuðu í tónlistinni og gáfu nágrönnunum færi á að sofa.

VF-mynd úr safni.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024