Lögreglan heldur áfram að klippa
Aðfaranótt miðvikudags voru skráningarnúmer tekin af þremur bifreiðum þar sem eigendur þeirra höfðu ekki staðið í skilum með greiðslur fyrir ábyrgðartryggingu bifreiðar sinnar, en í gær voru sex skráningarnúmer tekin af.
Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur og tveir ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut.