Lögreglan heimsækir heimagistingar
Hvetur fólk til þess að verða sér út um leyfi
Lögreglan á Suðurnesjum mun á næstunni heimsækja aðila sem auglýsa heimagistingu á svæðinu.
Erindi lögreglu verður að athuga hvort tilskilin leyfi séu til staðar sem og bókhaldsgögn yfir reksturinn.
Lögreglan vil fylgjast með því að þeir sem bjóða upp á heimagistingu í umdæminu fari að lögum og reglum þar að lútandi. Vill lögreglan hvetja þá aðila sem ekki hafa orðið sér úti um leyfi að gera það hið snarasta.