Lögreglan fylgist með farsímanotkun í umferðinni
Lögreglan á suðvesturhorninu fylgist grannt með farsímanotkun í umferðinni þessa dagana, en nokkuð mun vera um það að ökumenn tali í farsíma án þess að notaður sé handfrjáls búnaður eins og lög gera ráð fyrir. Hefur lögreglan í Keflavík kært nokkurn fjölda ökumanna vegna þessa síðustu daga og þurfa menn að greiða 5000 krónur í sekt fyrir vikið.
Rétt er að taka fram að þetta á líka við þegar ökumenn eru að gera annað en eingöngu að tala í símann, t.d. senda SMS. Öll farsímanotun á akstri er bönnuð án handfrjálss búnaðar.
Á fréttavef Aftenposten er nýlega greint frá stóraukinni slysatíðni í Bandaríkjunum vegna farsímanotkunar á akstri. Nær átta af tíu umferðaróhöppum verða vegna þess að bílstjórar eru með hugann við annað en aksturinn, samkvæmt því sem viðamikil rannsókn leiddi í ljós.
Slysavaldarnir eru fleiri en farsímar, því auk þeirra er fólk að fikta í MP3 spilurum og les jafnvel tölvupóst á yfir 100 km hraða. Hættan á árekstri þrefaldast ef maður er að slá númer eða lesa SMS undir stýri. Hættan á slysi nífaldast þegar bílstjórinn er að teygja sig eftir hlut inn í bílnum, t.d. ef hann missir farsímann í gólfið.
VF-mynd: elg
Rétt er að taka fram að þetta á líka við þegar ökumenn eru að gera annað en eingöngu að tala í símann, t.d. senda SMS. Öll farsímanotun á akstri er bönnuð án handfrjálss búnaðar.
Á fréttavef Aftenposten er nýlega greint frá stóraukinni slysatíðni í Bandaríkjunum vegna farsímanotkunar á akstri. Nær átta af tíu umferðaróhöppum verða vegna þess að bílstjórar eru með hugann við annað en aksturinn, samkvæmt því sem viðamikil rannsókn leiddi í ljós.
Slysavaldarnir eru fleiri en farsímar, því auk þeirra er fólk að fikta í MP3 spilurum og les jafnvel tölvupóst á yfir 100 km hraða. Hættan á árekstri þrefaldast ef maður er að slá númer eða lesa SMS undir stýri. Hættan á slysi nífaldast þegar bílstjórinn er að teygja sig eftir hlut inn í bílnum, t.d. ef hann missir farsímann í gólfið.
VF-mynd: elg