Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Lögreglan: Fjöldi fíkniefnamála eykst stöðugt milli ára
Föstudagur 26. janúar 2007 kl. 14:47

Lögreglan: Fjöldi fíkniefnamála eykst stöðugt milli ára

Fjöldi fíkniefnamála sem koma til kasta lögreglunnar í Keflvík hefur aukist stöðugt frá árinu 2000 og hafa aldrei verið fleiri en á síðasta ári, eða 174 talsins. Árið á undan voru þau 121. Fjöldinn hefur farið stigvaxandi frá árinu 2000 þegar 34 fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar.

Fjöldi þeirra mála þar sem hald er lagt á fíkniefni er nokkuð svipaður á milli ára. Hins vegar er magnið á milli tegunda nokkuð breytilegt, aðallega hvað varðar hass og e-pillur. Á síðasta ári lagði lögreglan hald á 1628 gr. af hassi samanborið við 446 gr. árið 2005. Lögreglan náði 475 e-pillum á síðasta ári en 85 árið á undan, þannig að þarna er um verulega aukningu að ræða. 

Níu kannabisplöntur voru gerðar upptækar á síðasta ári en 239 árið á undan. Þá var minna um marihuana og amfetamín. Hundrað og nítján aðilar voru kærðir fyrir að vera með fíkniefni. Hér er eingöngu um svokallað „götuböst” að ræða þannig að í þessum tölum er ekki það sem tollgæslan haldlagði.

Mynd úr safni VF

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024