Lögreglan fer „í hundana“
Hundamálin héldu áfram á dagvakt lögreglunnar í Keflavík. Á dagvaktinni var í þrígang tilkynnt um lausagöngu hunda og í öllum tilvikum þurfti lögreglan að hafa afskipti af málunum. Starfsmaður Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja var kallaður til og tók hann hundana í sína vörslu. Einn hundurinn var í Sandgerði en hinir tveir í Reykjanesbæ. Það skal tekið skýrt fram að lausaganga hunda er bönnuð í öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum.
Myndin er úr aðgerð lögreglu gegn hundum í Höfnum fyrir nokkrum misserum. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson