Lögreglan fann hass og amfetamín í kjölfar húsleitar
Töluverður erill var hjá Lögreglunni í Reykjanesbæ í gærdag. Um áttaleytið í gærmorgun var tilkynnt um umferðaróhapp á gatnamótum Hvammsgötu og Stapavegar í Vogum. Önnur bifreiðin var óökufær eftir óhappið og var hún fjarlægð af vettvangi með dráttarbifreið.
Kl. 11:03 var lögregla kölluð að áhaldahúsi Sandgerðisbæjar vegna þjófnaðar. Búið var að stela vinnuljósi af dráttarvél. Einnig hafði verið rótað til í vélinni og tveimur öðrum vinnuvélum.
Kl. 17:44 var tilkynnt að ekið hafi verið á 10 ára stúlku á Strandgötu í Sandgerði rétt vestan við Suðurgötu. Lögregla og sjúkralið fór á vettvang. Stúlkan var flutt á HSS til aðhlynningar þar sem hún kenndi til í baki. Stúlkan hafði hlaupið út á götuna í veg fyrir bifreið sem var ekið austur Strandgötu.
Kl. 19:08 handtóku lögreglumenn mann vegna gruns um fíkniefnamisferli. Í framhaldi af því var gerð húsleit í íbúð sem tengist manninum. Fundust þar meint fíkniefni, bæði hass og amfetamín. Einnig nokkrir hlutir sem grunur leikur á að sé þýfi. Manninum var sleppt seinna um kvöldið.
Kl. 20:21 var lögreglu tilkynnt um árekstur við Túngötu 13, Keflavík. Hafði þar verið ekið utan í Hondu Civic bifreið og voru skemmdir á afturstuðara. Sá sem var þar að verki flúði af vettvangi.
Kl. 20:55 varð minniháttar árekstur á gatnamótum Aðalgötu og Hringbrautar. Var það aftákeyrsla og litlar skemmdir.
Einnig voru skráningarnúmer tekin af tveimur bifreiðum vegna vanrækslu á að færa þær til skoðunar og einn ökumaður var kærður vegna vanbúnaðar ljósa.
Kl. 11:03 var lögregla kölluð að áhaldahúsi Sandgerðisbæjar vegna þjófnaðar. Búið var að stela vinnuljósi af dráttarvél. Einnig hafði verið rótað til í vélinni og tveimur öðrum vinnuvélum.
Kl. 17:44 var tilkynnt að ekið hafi verið á 10 ára stúlku á Strandgötu í Sandgerði rétt vestan við Suðurgötu. Lögregla og sjúkralið fór á vettvang. Stúlkan var flutt á HSS til aðhlynningar þar sem hún kenndi til í baki. Stúlkan hafði hlaupið út á götuna í veg fyrir bifreið sem var ekið austur Strandgötu.
Kl. 19:08 handtóku lögreglumenn mann vegna gruns um fíkniefnamisferli. Í framhaldi af því var gerð húsleit í íbúð sem tengist manninum. Fundust þar meint fíkniefni, bæði hass og amfetamín. Einnig nokkrir hlutir sem grunur leikur á að sé þýfi. Manninum var sleppt seinna um kvöldið.
Kl. 20:21 var lögreglu tilkynnt um árekstur við Túngötu 13, Keflavík. Hafði þar verið ekið utan í Hondu Civic bifreið og voru skemmdir á afturstuðara. Sá sem var þar að verki flúði af vettvangi.
Kl. 20:55 varð minniháttar árekstur á gatnamótum Aðalgötu og Hringbrautar. Var það aftákeyrsla og litlar skemmdir.
Einnig voru skráningarnúmer tekin af tveimur bifreiðum vegna vanrækslu á að færa þær til skoðunar og einn ökumaður var kærður vegna vanbúnaðar ljósa.