Lögreglan fær fínar myndir úr heiðinni
– Hraðamyndavél „horfir út í móa“.
Hugmyndir eru uppi um að fjölga löggæslumyndavélum á Sandgerðisvegi, þar sem hraðamyndavélar þar hafa gefið vel af sér í ríkiskassann. Ekki er nú alveg víst að myndavélarnar séu að skila sömu tekjum í dag eins og undanfarin misseri.
Einhver hefur tekið sig til og snúið annarri myndavélinni þannig að hún vísar út í móa og tryggir lögreglunni safn fallegra mynda úr heiðinni við Sandgerðisveginn.
Meðfylgjandi ljósmyndir tók vegfarandi um Sandgerðisveg áðan.
Þeir sem aka of greitt til Sandgerðis sleppa við myndatöku þar sem myndavélinni er beint út í móa.