Lögreglan birtir upptöku af neyðarkalli sem gæti reynst gabb
Þekkir þú röddina?
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur birt upptöku af neyðarkalli sem barst sunnudaginn 2. febrúar sl., frá báti úti við Faxaflóa. Þeir sem þekkja röddina og vita hver þarna talar eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna.
Í neyðarkallinu sagði meðal annars: „Báturinn er farinn að leka mikið og við erum að fara í flotgallana,” sagði m.a. í tilkynningunni.
Þeir sem þekkja röddina og vita hver þarna talar eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000, en upplýsingum má einnig koma á framfæri á netfangið [email protected] eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Upptökuna má heyra hér að neðan.