Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögreglan biður fólk að sýna skynsemi
Sunnudagur 21. mars 2021 kl. 11:12

Lögreglan biður fólk að sýna skynsemi

Lögreglan á Suðurnesjum biðlar til fólks að sýna almenna skynsemi og fara ekki í námunda við gíginn sem gýs úr og halda hæfilegri og öruggri fjarlægð. Náttúruöflin eru óútreiknanleg og þarf lítið að gerast til að hraunstreymi breytist eða jafnvel aukist. Við biðjum fólk um að sýna þessum aðvörunum okkar skilning og fara varlega þar sem farið er að dimma og erfitt er að fóta sig í úfnu hrauninu. Erfiður gangur er að svæðinu og er það erfitt yfirferðar.

Vinsamlegast virðið þessi aðvörunarorð okkar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lögregla og björgunarsveitir geta ekki tryggt öryggi fólks á svæðinu.