Lögreglan biður ferðalanga um að fara varlega um helgina
	Nú er ein mesta ferðahelgi ársins að renna upp og biður Lögreglustjórinn á Suðurnesjum alla þá sem huga á ferðarlög um helgina að fara varlega og huga að því að ökutæki og ferðavagnar séu í góðu lagi.
	
	Ferðalangar eru hvattir til þess að kanna ljósabúnað og aðra ökuþætti.  Ökutæki  með stóra eftirvagna þurfa t.d. að vera með framlengingar á hliðarspeglum.
	
	Lögreglan verður með eftirlit á helstu leiðum út úr bæjarfélögunum og birti áhttps://www.facebook.com/lss.abending/photos/a.379106208776494.87316.367300606623721/981140178573091/?type=1&theater Facebook síðu sinni ljósmynd frá vegfaranda sem tekin var á Grindarvíkuvegi nýlega og sýnir hvernig ekki á að gera hlutina.
	
	Við tökum undir orð hennar - Farið nú varlega öll og góða skemmtun um helgina.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				