Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögreglan ánægð með Sjóarann síkáta
Þriðjudagur 8. júní 2010 kl. 09:39

Lögreglan ánægð með Sjóarann síkáta


Að mati lögreglunnar á Suðurnesjum gengu hátíðarhöldin á fjölskylduhátíðinni Sjóaranum síkáta vel fyrir sig.  Mikill fjöldi fólks var í Grindavík alla helgina en engin alvarleg mál hafa verið kærð til lögreglu.

Líkt og undanfarin ár var rekið ungmennaathvarf í samstarfi félagsmálayfirvalda í Grindavík og  lögreglunnar á Suðurnesjum.  Afskipti voru með minna móti en um 10 ungmenni voru færð í athvarfið vegna ölvunar og útivistarbrota.

Skemmtanahaldið gekk vel fyrir sig  alla helgina, enda þótt erill væri töluverður hjá lögreglu. Fimm gistu fangahús vegna ölvunar.

Í heildina litið er lögreglan ánægð með allt skipulag í tengslum við hátíðina.  Samstarf aðila sem komu að öryggismálum s.s. lögreglu, björgunarsveita, sjúkraliðs og starfsmanna Grindavíkurbæjar var gott eins og undanfarin ár og dagskrá með þeim hætti að hátíðin stendur vel undir nafni sem menningar- og fjölskylduhátíð.  Lögregla þakkar öllum fyrir gott samstarf,“ segir í fréttatilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024