Lögreglan áminnir ökumenn
Lögreglan í Keflavík áminnti ökumenn 11 bifreiða í nótt þar sem bifreiðarnar voru óskoðaðar. Miði var festur á bílana þar sem ökumenn eru hvattir til þess að láta skoða bifreiðirnar Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir fyrir hraðakstur í Keflavík í nótt, annar var á 100 km hraða þar sem er 60 km hámarkshraði.