Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögreglan á Suðurnesjum mælir með snjallúrum
Mánudagur 13. nóvember 2017 kl. 15:59

Lögreglan á Suðurnesjum mælir með snjallúrum

Drengur í Reykjanesbæ týndist í síðustu viku en hann skilaði sér þó heim seint um kvöldið eftir að lögreglan og fjölskyldumeðlimir höfðu leitað að honum. Í kjölfarið setti lögreglustjórinn á Suðurnesjum inn færslu á Facebook síðu sína í dag þar sem hann mælir með staðsetningarúri eða -búnaði fyrir börn.

Í færslunni kemur einnig fram að slík tæki séu ekki dýr og að tilgangur færslunnar sé einungis ábending til foreldra svo þeir geti fylgst betur með ferðum barna sinna. Gott sé að rýna í óhöpp og hvað sé hægt að gera til þess að koma í veg fyrir að þau gerist aftur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

r má sjá færsluna á Facebook síðu Lögreglustjórans á Suðurnesjum.