Lögreglan á Keflavíkurflugvelli fær gáma afhenta
Á dögunum fékk Lögreglan á Keflavíkurflugvelli afhenta sérstakar gámaeiningar sem notaðar eru sem skrifstofur. Gámarnir eru 12 talsins og er rými þeirra um 170 fermetrar, en þeir eru á tveimur hæðum. Það er fyrirtækið Hafnarbakki sem leigir gámana, en þeir munu hýsa aðstöðu Lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli næstu tvö árin. Það var Tinna Víðisdóttir staðgengill Sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli sem tók við lyklunum af Hilmari Hilmarssyni frá fyrirtækinu Hafnarbakka, en við hlið þeirra er Óskar Þórmundsson yfirlögregluþjónn.