Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar lát í fangaklefa í Keflavík
Miðvikudagur 7. september 2011 kl. 17:22

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar lát í fangaklefa í Keflavík

Við reglubundið eftirlit lögreglu með fanga í fangageymslu lögreglunnar á Suðurnesjum um kl. 23:20 síðastliðið mánudagskvöld var komið að fanga sem svaraði ekki áreiti og komst ekki til meðvitundar þrátt fyrir endurlífgunartilraunir lögreglu og sjúkraflutningsmanna. Læknir sem kvaddur var á vettvang úrskurðaði manninn látinn.

Hinn látni var 33 ára gamall pólskur karlmaður sem lögreglan hafði handtekið fyrr um daginn vegna mikillar ölvunar.

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum óskaði eftir því við ríkissaksóknara að öðrum lögreglustjóra yrði falin rannsókn þessa vofveiflega andláts og fól ríkissaksóknari lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að annast rannsókn málsins og er sú rannsókn á frumstigi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024