Lögreglan á eftir skussum í alla nótt
Á næturvaktinni hjá lögreglunni í Keflavík voru eigendur sjö bifreiða kærðir fyrir vanrækslu á að færa bifreiðar sínar til aðalskoðunar. Þrír bifreiðaeigendur voru kærðir fyrir vanrækslu á að færa bifreiðar sínar til endurskoðunar. Skráningarnúmer voru tekin af þremur bifreiðum þar sem eigendur höfðu ekki sinnt því að mæta með bifreiðar sínar í skoðun eftir að lögregla hafði boðað þá í skoðun. Skráningarnúmer voru tekin af einni bifreið vegna vanskila á greiðslu trygginga.