Lögregla veitti bifreið eftirför um götur Keflavíkur
Skömmu eftir miðnætti á föstudagskvöld tilkynntu lögreglumenn að þeir væru á eftir bifreið þar sem ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum þeirra. Bifreiðinni var veitt eftirför um nokkrar götur í Keflavík og var bifreiðinni ekið nokkuð ógætilega. Eftirförin barst upp á Reykjanesbraut og síðan áleiðis til Sandgerðis. Þegar á Sandgerðisveginn var komið stöðvaði ökumaðurinn aksturinn. Við athugun kom í ljós að ökumaðurinn, sem var 18 ára, var að aka sviptur ökuleyfi. Ökumaðurinn á von á hárri sekt vegna sviptingaraksturinn. Auk þess gestur hann á átt von á sekt vegna stöðvunarskyldubrots og vegna ógætilegs aksturs.