Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögregla varar við alvarlegum afleiðingum
Föstudagur 22. september 2017 kl. 09:50

Lögregla varar við alvarlegum afleiðingum

-þegar framhjól reiðhjóla eru losuð

Lögreglan á Suðurnesjum vill koma ábendingu til foreldra barna hér á Suðurnesjum um að ræða við börn sín um alvarleika og hugsanlegar mjög alvarlegar afleiðingar þess þegar börn eru að gera sér það að leika að losa skrúfgang á framhjóli reiðhjóla barna.   
 
Þannig atvik hafa komið upp á Suðurnesjum og eins á höfuðborgarsvæðinu undanfarið. 
 
Allt bendir til þess að reiðhjólaslys sem varð á dögunum hér á Suðurnesjum, þegar framhjól fór undan reiðhjóli átta ára drengs með þeim afleiðningum hann slasaðist í andliti og braut framtönn, hafi verið losað. Að sögn lögreglunnar hefði það slys getað orðið mun alvarlegra.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024