Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögregla þurfti að beita táragasi
Sunnudagur 7. október 2007 kl. 09:08

Lögregla þurfti að beita táragasi

Lögreglan á Suðurnesjum þurfti að beita táragasi til að leysa upp hópslagsmál sem brutust út á Tjarnargötu rétt við Hafnargötu, laust fyrir klukkan fimm í morgun.
Lögreglumenn sem fóru á staðinn til að skakka leikinn lentu þar átökum við fjölda fólks sem veittust að þeim með spörkum og höggum. Varð lögreglan að grípa til þess úrræðis að beita táragasi til að leysa upp slagsmálin. Enginn slasaðist alvarlega í átökunum en nokkir munu hafa leitað aðhlynningar á HSS vegna minniháttar áverka.





Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024