Lögregla þurfti að beita skotvopni - myndasyrpa
Lögreglan í Keflavík var kölluð að bensínstöð Shell á Fitjum í gærmorgun. Þar þurfti hún að grípa til skotvopns og vettvangur varð blóðugur á eftir.Vanheill skarfur hafði verið á vafri um Fitjarnar í þrjá sólarhringa. Jón Eysteinsson sýslumaður, sem var að þvo bifreið sína á þvottaplani á Fitjum, tók við ábendingum vegfarenda um dýrið og kallaði til lögreglu.
Tveir lögregluþjónar komu fljótt og gengu ákveðið til verks og höfðu aflífað fuglinn á örskotsstundu með skammbyssu. Hræið var síðan fjarlægt eftir að tveir skothvellir höfðu rofið morgunþögnina.
Hilmar Bragi Bárðarson ljósmyndari Víkurfrétta tók meðfylgjandi myndir.
Tveir lögregluþjónar komu fljótt og gengu ákveðið til verks og höfðu aflífað fuglinn á örskotsstundu með skammbyssu. Hræið var síðan fjarlægt eftir að tveir skothvellir höfðu rofið morgunþögnina.
Hilmar Bragi Bárðarson ljósmyndari Víkurfrétta tók meðfylgjandi myndir.