Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 7. ágúst 2001 kl. 09:49

Lögregla þurfti að beita skotvopni - myndasyrpa

Lögreglan í Keflavík var kölluð að bensínstöð Shell á Fitjum í gærmorgun. Þar þurfti hún að grípa til skotvopns og vettvangur varð blóðugur á eftir.Vanheill skarfur hafði verið á vafri um Fitjarnar í þrjá sólarhringa. Jón Eysteinsson sýslumaður, sem var að þvo bifreið sína á þvottaplani á Fitjum, tók við ábendingum vegfarenda um dýrið og kallaði til lögreglu.
Tveir lögregluþjónar komu fljótt og gengu ákveðið til verks og höfðu aflífað fuglinn á örskotsstundu með skammbyssu. Hræið var síðan fjarlægt eftir að tveir skothvellir höfðu rofið morgunþögnina.

Hilmar Bragi Bárðarson ljósmyndari Víkurfrétta tók meðfylgjandi myndir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024