Lögregla stöðvaði krabbatínslu í Garðskagafjöru
Landeigandi við Garðskagafjöru kallaði til lögreglu í gær og óskaði eftir því að menn sem væru að tína krabbadýr í fjörunni hans yrðu stöðvaðir af og vísað burtu. Er lögreglumenn komu á staðinn voru þar fjórir menn að tína upp krabbadýr í tvær plastfötur, sem voru orðnar fullar. Lögreglumenn vísuðu mönnum burtu af landareigninni og settu krabbadýrin aftur í sjóinn og gáfu þeim líf.