Lögregla stöðvaði bíl með því að keyra í hlið hans
Atvikið átti sér stað í íbúðahverfi í Innri-Njarðvík
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði bíl við Tjarnabraut í Reykjanesbæ með því að keyra inn í hlið bifreiðarinnar. Ökumaðurinn hafði ekki sinnt tilmælum lögreglu um að stöðva bílinn. Samkvæmt upplýsingum frá vitnum sem lögregla talaði við var barn í farþegasæti bílsins. Það hefur hins vegar ekki verið staðfest af lögreglu.