Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Lögregla staðfestir ekki handtöku vegna mannsláts
Laugardagur 8. maí 2010 kl. 14:10

Lögregla staðfestir ekki handtöku vegna mannsláts

Heimildir Víkurfrétta herma að lögreglan á Suðurnesjum hafi handtekið einstakling í tengslum við líkfund við Bjarnavelli í Keflavík í morgunsárið. Lögreglan vill ekki staðfesta þetta en boðar tilkynningu á næstu klukkustundum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Vegfarandi tilkynnti um látinn mann utandyra við Bjarnavelli í Keflavík þegar klukkan var farin að ganga sjö í morgun. Allt tiltækt lögreglulið hefur unnið að rannsókn málsins og meðal annars hafa lögreglumenn farið hús úr húsi í hverfinu þar sem líkfundurinn varð. Nánari upplýsingar getur lögreglan ekki gefið að svo stöddu.


Mynd: Lögreglumaður að störfum í Eyjabyggðinni í Keflavík í morgun. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson