Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögregla skoðar myndband af ofsaakstri á Garðvegi
Föstudagur 23. mars 2007 kl. 09:34

Lögregla skoðar myndband af ofsaakstri á Garðvegi

Lögreglan á Suðurnesjum skoðar nú myndskeið sem birtist á netinu og sýnir mótorhjól á ofsahraða eftir Garðveginum. Á myndbandinu sést á hraðamæli að hjólinu er ekið á allt að 290 km hraða en myndskeiðið birtist á alþjóðlegri netsíðu.
Fram kom í Kastljósi að maður að nafni Skúli Steinn Vilbergsson hefði í samtali við sjónvarpsmenn viðurkennt að hafa sett myndskeiðið á netsíðuna en neitað því að hafa sjálfur verið á hjólinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024