Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögregla rannsakar þjófnaði
Mánudagur 14. október 2013 kl. 13:16

Lögregla rannsakar þjófnaði

Lögreglunni á Suðurnesjum var síðdegis í gær tilkynnt um innbrot í  íbúðarhús í Vogum. Þar hafði útidyrahurð verið spennt upp og hinir óboðnu gestir höfðu síðan rótað í skúffum og skápum, þannig að allt var á tjá og tundri þegar lögreglumenn komu á vettvang. Húsráðandi sagði að horfin væru  42“ sjónvarp, flakkari, Cannon myndavél, fartölva og heimabíókerfi.

Lögreglu var einnig í gær tilkynnt um þjófnað á handfærarúllum úr tveimur bátum sem lágu í smábátahöfninni í Grindavík. Bryggjan er læst með járnhliði, sem ekki hafði verið hróflað við. Hins vegar er mögulegt að fara fram hjá lokuninni, auk þess sem fjöldi manna er með lykil að hliðinu.

Málin eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024