Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögregla rannsakar eignaspjöll í Sandgerði
Fimmtudagur 30. október 2014 kl. 16:09

Lögregla rannsakar eignaspjöll í Sandgerði

– eignatjónið umtalsvert

Lögreglan á Suðurnesjum hefur nú til rannsóknar brot sem snúa að eignaspjöllum og innbrotum sem komið hafa upp í Sandgerði að undanförnu. Þetta staðfestir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Hann segir að í sumum tilvikum er eignatjónið umtalsvert.

Í samtali við Víkurfréttir segir Gunnar að upplýsingar hafi borist um líklega gerendur í málunum og yfirheyrslur hafa farið fram varðandi hluta þessara mála.

Á samfélagsmiðlum í Sandgerði hefur mátt sjá óánægjuraddir varðandi ítrekuð eignaspjöll í bænum og að lítið sé aðhafst í þeim málum. Gunnar segist hafa heyrt af þeim röddum. „Við erum að reyna að bregðast við þeim,“ sagði Gunnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024