Lögregla óskar eftir upplýsingum um innbrot í Keflavík
Tilkynnt var um innbrot og þjófnað í Reykjanesbæ í gær. Farið hafði verið inn í íbúð við Greniteig í Keflavík með því að spenna upp glugga. Fartölva af Compaq tegund hafði verið tekin en aðrir munir látnir vera. Ef einhver hefur orðið vitni eða getur gefið upplýsingar um þessa atburði þá vinsamlegast hafið samband við lögreglu í Keflavík í síma 420-2400.
Mynd úr safni: Fartölva af Compaq gerð. Tengist umræddu máli ekki.
Mynd úr safni: Fartölva af Compaq gerð. Tengist umræddu máli ekki.