Lögregla óskar eftir upplýsingum
Aðfaranótt síðasta laugardags var brotin afturrúða í fólksbíl við Heiðarból 1 í Reykjanesbæ. Nóttina þar á eftir var einnig brotin rúða í jepplingi sem stóð við Hátún 5. Lögreglan í Keflavík biður þá að hafa samband sem kynnu að geta gefið einhverjar upplýsingar um þessi skemmdarverk, t.d. ef einhver hefur orðið var við grunsamlegar mannaferðir.