Lögregla og BS: Brennum frestað
Fulltrúar eldvarnareftirlits og lögreglu hafa í samráði við ábyrgðaraðila áramótabrenna sem voru fyrirhugaðar eru í Garði, Sandgerði, Vogum og Reykjanesbæ að fresta brennum og skoða málið betur á morgun. Spáð er töluverðum vindi þegar líður á daginn og gamlárskvöldið og hafa því aðilar ákveðið að funda á morgun um hádegisbilið og ákveða í framhaldi hvort möguleiki sé fyrir hendi að hafa brennurnar á morgun, nýársdag, klukkan 18:00 eða þá til þrettándans. Víkurfréttavefurinn mun birta tilkynningu í kjölfar funda viðkomandi aðila á morgun nýársdag.
Með von um gleðileg og slysalaus áramót og bestu þakkir fyrir samstarfið,
Áramótakveðja,
Fulltrúar lögreglu og slökkviliðs BS.
Með von um gleðileg og slysalaus áramót og bestu þakkir fyrir samstarfið,
Áramótakveðja,
Fulltrúar lögreglu og slökkviliðs BS.