Lögregla og BS: Brennum frestað
Fulltrúar eldvarnareftirlits og lögreglu hafa í samráði við ábyrgðaraðila áramótabrenna sem voru fyrirhugaðar eru í Garði, Sandgerði, Vogum og Reykjanesbæ að fresta brennum og skoða málið betur á morgun. Spáð er töluverðum vindi þegar líður á daginn og gamlárskvöldið og hafa því aðilar ákveðið að funda á morgun um hádegisbilið og ákveða í framhaldi hvort möguleiki sé fyrir hendi að hafa brennurnar á morgun, nýársdag, klukkan 18:00 eða þá til þrettándans. Víkurfréttavefurinn mun birta tilkynningu í kjölfar funda viðkomandi aðila á morgun nýársdag.Með von um gleðileg og slysalaus áramót og bestu þakkir fyrir samstarfið,
Áramótakveðja,
Fulltrúar lögreglu og slökkviliðs BS.





