Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögregla lokar skemmtistað
Mánudagur 18. nóvember 2002 kl. 14:45

Lögregla lokar skemmtistað

Á föstudagskvöld lokaði Lögreglan í Keflavík skemmtistað í Reykjanesbæ vegna ófullnægjandi mannahalds. Að sögn Jóhannesar Jenssonar lögreglufulltrúa í Keflavík var búið að hafa ítrekað samband við leyfishafa um þessi mál: „Þegar lögregla kom á staðinn kom í ljós að dyraverðir voru undir aldri, auk þess sem leyfishafi var ekki á staðnum. Það var búið að hafa ítrekað samband við leyfishafa og óskað eftir því að hann bætti úr þessum málum. En það var ekki gert og þessvegna var gripið til þess ráðs að loka staðnum,“ sagði Jóhannes í samtali við Víkurfréttir. Víkurfréttir hafa fengið staðfest að um skemmtistaðinn N1 bar sé að ræða.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024