Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögregla leysti upp ungmennasamkvæmi
Mánudagur 21. júní 2004 kl. 11:03

Lögregla leysti upp ungmennasamkvæmi

Um klukkan tvö á aðfaranótt sunnudags þurfti lögregla að hafa afskipti af fjölda ungmenna í Njarðvík. Þarna hafði ungmenni ætlað að bjóða nokkrum kunningjum í samkvæmi en töluvert var um óvelkomna aðila. Talið er að um 60 ungmenni hafi þar verið samankomin. Einhver ölvun var en hópurinn leystist upp nokkru eftir að lögreglu bar að.

Skömmu eftir klukkan tvö sömu nótt var óskað eftir lögreglu í heimahús í Grindavík. Þangað var einnig send sjúkrabifreið. Tveir ungir menn höfðu verið að gantast með hníf sem endaði með því að annar þeirra hlaut nokkuð djúpan skurð á læri. Var þessi aðili fluttur á heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem saumuð voru nokkur spor í lærið. Við svo búið fékk hann að fara heim.

Þá hafði lögregla afskipti af ungmennum í Vogum um hálf fjögur. Þar var ónæði vegna samkvæmis þar sem meðal annars hafði verið skotið upp flugeldum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024