Lögregla leitar skemmdarvarga í Sandgerði
Lögreglan á Suðurnesjum óskar eftir vitnum eða einhverjum sem telja sig hafa upplýsingar um skemmdaverk og innbrot í nokkur hús í Sandgerði.
Síðastliðna 3 mánuði hafa óprúttnir aðilar farið inn og unnið skemmdaverk í eftirfarandi húsum: Tjarnargata 2 og 10, Suðurgata 8 og 15, Norðurgata 20, Sólheimar 9 og Norðurtún 1. Farið var inn í tvö síðastnefndu í síðustu viku.
Ef þú hefur einhverjar upplýsingar endilega settu þig í samband við lögreglu, segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum.