Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögregla krefst áframhaldandi gæsluvarðhalds á grundvelli almannahagsmuna
Þriðjudagur 11. maí 2010 kl. 16:46

Lögregla krefst áframhaldandi gæsluvarðhalds á grundvelli almannahagsmuna

Gæsluvarðhald rann út í dag á tveimur mönnum sem grunaðir eru um að hafa ráðist á 64 ára gamlan mann, eiginkonu hans og dóttur við heimili þeirra í Reykjanesbæ þann 3. maí sl. Líkamsárásin var alvarleg og hlaut maðurinn beinbrot auk annarra áverka en konurnar hlutu minni áverka. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í kjölfar atburðarins. Fram hefur komið að árásin á fólkið hafi verið handrukkunaraðgerðir gegn heimilismanni sem ekki var heima þegar atvikið átti sér stað.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mennirnir, sem eru um tvítugt, voru leiddir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness í dag og krafðist lögreglustjórinn á Suðurnesjum þess að þeir yrðu úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhaldi í allt að 4 vikur á grundvelli almannahagsmuna. Dómari tók sér sólarhringsfrest til að taka afstöðu til kröfunnar.