Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögregla kom upp um umfangsmikið kortasvindl
Laugardagur 21. febrúar 2015 kl. 13:00

Lögregla kom upp um umfangsmikið kortasvindl

Erlendur karlmaður afplánar nú 60 daga fangelsisvist hér á landi vegna aðildar sinnar að umfangsmiklum greiðslukortasvikum og skilríkjafölsun. Maðurinn kom til landsins frá Amsterdam um síðustu mánaðarmót.

Lögreglan á Suðurnesjum hafði þá afskipti af honum og í ljós kom að greiðslukort sem hann hafði meðferðis var ekki hans eign. Hann kvaðst hafa fundið það. Þetta leiddi í framhaldinu til handtöku hans. Hann heimilaði lögreglu leit í tölvu sinni og tveimur farsímum.

Þar fundu lögreglumenn mikið magn gagna varðandi umfangsmikil greiðslukortasvik og skilríkjafölsun, meðal annars skjal með öllum upplýsingum um 138 greiðslukort í tölvusamskiptum milli hans og annarra. Maðurinn viðurkenndi svo að hafa greitt fyrir ferðalag sitt með greiðslukortaupplýsingum sem hann fengið af tiltekinni síðu á internetinu, sem hafði að geyma upplýsingar um kortin 138.

Auk þessa ferðaðist maðurinn á breytifölsuðu vegabréfi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024