Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögregla kölluð til vegna ruslfæðis - vildi ekki græna pizzu
Þriðjudagur 21. maí 2013 kl. 11:59

Lögregla kölluð til vegna ruslfæðis - vildi ekki græna pizzu

Umhyggja fólks hvert fyrir öðru getur náð svo langt að lögregla sé kölluð til, þyki önnur úrræði ekki ganga eftir. Lögreglan á Suðurnesjum var nýverið kvödd á heimili í umdæminu vegna þess að eiginkonan kvaðst vera orðin langþreytt á matarræði eiginmannsins. Hún hefði ítrekað bent honum á að pizzur, brauð og ruslfæði væru að gera honum mikinn óskunda, heilsufarslega séð. Hún kvaðst enn fremur elda fyrir hann heilsumat, sem hann fúlsaði ævinlega við.

Maðurinn kvaðst langþreyttur á afskiptum konu sinnar í þessum efnum. Hann hefði engan áhuga á grænum pizzum. Lögregla ræddi við fólkið og bjó svo um hnútana að samkomulag komst á.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024