Lögregla kölluð til eftir ósætti í strætó

Ósætti kom upp milli farþega og bílstjóra hjá strætó í Reykjanesbæ síðdegis í gær.

Lögregla var kölluð til og ræddu lögregluþjónar við málsaðila og fóru ekki af vettvangi fyrr en sátt hafði verið komið á milli málsaðila.

Myndin var tekin á vettvangi síðdegis í gær en tveir lögregluþjónar leystu málið.