Lögregla kannaði brot á fánalögum
Lögreglan í Keflavík hafði afskipti af broti á fánalögum við Vesturbraut í Keflavík nú í nótt. Einhver hafði gleymt sér í allri gleði kjördagsins og ekki tekið niður íslenska fánann, sem blakti við hún á þriðja tímanum í nótt.Ekki er ljóst hver framvinda málsins verður. Ekki hafa Víkurfréttir upplýsingar um það hver viðurlög við broti á fánalögum eru.