Lögregla hafði í ýmsu að snúast
Fjórir ökumenn voru í gær kærðir of hraðan akstur í umdæmi Suðurnesjalögreglunnar.
Tveir til viðbótar munu fá sekt fyrir að blaðra í farsíma við akstur án þess að nota til þess handfrjálsan búnað. Einn var tekinn grunaður um ölvun við akstur og annar fyrir að nota ekki öryggisbelti.
Meðal annarra verkefna gærkvöldsins má nefna útkall vegna hávaða í Sandgerði og einn fékk gistingu í fangaklefa vegna ölvunar og óspekta á skemmtistað í Reykjanesbæ. Þá var einn tekinn með lítilræði af kannabisefni.
Tveir til viðbótar munu fá sekt fyrir að blaðra í farsíma við akstur án þess að nota til þess handfrjálsan búnað. Einn var tekinn grunaður um ölvun við akstur og annar fyrir að nota ekki öryggisbelti.
Meðal annarra verkefna gærkvöldsins má nefna útkall vegna hávaða í Sandgerði og einn fékk gistingu í fangaklefa vegna ölvunar og óspekta á skemmtistað í Reykjanesbæ. Þá var einn tekinn með lítilræði af kannabisefni.