Lögregla gerði húsleit
Ökumaður var stöðvaður í Reykjanesbæ í nótt grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá var farþegi sem verið hafði í bifreiðinni einnig handtekinn grunaður um að vera með þýfi á sér en hann var með fartölvu í fórum sínum sem lögreglu grunar að hafi verið ætluð til skipta á fíkniefnum. Í kjölfarið var einstaklingur handtekinn á Hafnargötu þar sem hann var á gangi og fannst á honum fíkniefni. Farið var í húsleit á dvalarstað hansog fannst þar nokkurt magn af marijuana, hassi og sterum.