Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laugardagur 17. ágúst 2002 kl. 18:51

Lögregla gerði athugasemdir við vafasamar innheimtuaðgerðir á Bylgjuhátíðinni

Lögreglan í Keflavík gerði í dag athugasemdir við vafasamar innheimtuaðgerðir starfsmanna á Sumarmóti Bylgjunnar í Reykjanesbæ. Börn sem fóru í leiktæki án þess að greiða aðgang að þeim urðu að sjá á eftir skófatnaði sínum, þ.e. starfsmenn Sumarmótsins tóku skófatnaðinn af börnunum. Málið var tilkynnt til lögreglunnar í Keflavík.Að sögn Pálma Aðalbergssonar varðstjóra hafði lögreglan samband við forráðamenn útvarpsstöðvarinnar Bylgjunnar og gerði þeim ljóst hvað væri að eiga sér stað á Sumarmótinu í Reykjanesbæ. Að sögn Pálma tóku Bylgjumenn á málinu með viðeigandi hætti.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024