Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögregla bjargaði listamanni sem læstist inni í sýningarsal
Laugardagur 3. september 2005 kl. 12:25

Lögregla bjargaði listamanni sem læstist inni í sýningarsal

Það hefur ýmislegt gengið á við undirbúning Ljósanætur í Reykjanesbæ. Þannig gerðist það í vikunni að listakona læstist inni í sýningarsal við undirbúning sýningar sinnar. Kalla þurfti til lögreglu og lásasmið til að bjarga listakonunni út.
Sýningarrýmið er við Hafnargötuna í Reykjanesbæ og hefur þann ókost að ekki er hægt að opna þar glugga. Þá er hurðarlæsing þannig að lykill gengur að henni að utan en inni í rýminu er hvorki snerill né skrá. Það tók því lögregluna og lásasmið um hálftíma að bjarga listakonunni, sem þakkar fyrir að hafa haft GSM síma við höndina þegar hún læstist inni en þannig gat hún kallað eftir hjálp.

Mynd: Frá Ljósanótt í fyrra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024