Logn og 12-14 stiga hiti kl. 22
Það viðrar svo sannarlega til útivistar á Suðurnesjum þetta mánudagskvöld. Nú er logn á Suðurnesjum og hiti 12-14 stig klukkan tíu í kvöld. Garðskagaviti sýndi 12 gráður kl. 22 og Keflavíkurflugvöllur 13 stiga hita. Þá sýndi óopinnber hitamælir Víkurfrétta 14 stiga hita við höfuðstöðvar blaðsins í Njarðvík kl. 22.Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring: Austan 3-8 m/s, en hægviðri eða hafgola á morgun. Skýjað með köflum og hætt við síðdegisskúrum. Hiti 12 til 22 stig að deginum, hlýjast í uppsveitum.
Veðurspá gerð 10. 6. 2002 - kl. 22:10
Veðurspá gerð 10. 6. 2002 - kl. 22:10