LÖGGUFRÉTTIR
Innbrot í bifreiðarTöluvert hefur verið um innbrot í bíla í Reykjanesbæ á síðustu dögum. Þjófarnir hafa fyrst og fremst augastað á hljómflutningstækjum, og hafa þau gjarnan á brott með sér. Málið er í rannsókn.Innbrot í Videó-VíkÁ laugardag fékk lögreglan í Keflavík tilkynningu um að brotist hefði verið inní myndbandaleiguna Videó-Vík í Njarðvík. Búðarkassinn var skemmdur einhverjum verðmætum stolið. Málið er í rannsókn.Bifreið lögð í rústAð morgni föstudags fékk lögreglan tilkynningu um að bifreið, sem stóð við Ísólfsskálaveg rétt austan við Grindavíkl, hefði verið lögð í rúst. Öll ljósker og rúður voru brotnar og bílinn dældaður og rispaður. Bifreiðin er í eigu þýskra ferðamanna sem sváfu í tjaldi skammt frá. Ferðamennirnir heyrðu lætin þegar skemmdarvargarnir svöluðu físnum sínum, en þorðu ekki út úr tjaldinu því þau óttuðust um líf sitt. Bifreiðin er nú í vörslu tryggingafélags og málið í rannsókn hjá lögreglunni í Keflavík.Í síðustu viku hefur lögreglan í Keflavík áminnt fjölda bifreiðaeigenda sem eiga eftir að færa ökutæki sín til skoðunar. Ökumenn ættu að hafa í huga að það er jafn nauðsynlegt að fara með bílinn í skoðun eins og að fara til tannlæknis. Hver vill verða bíllaus eða tannlaus?