LÖGGUFRÉTTIR
Ófundinn MercedesBrotist var inn á vélaverkstæði Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi aðfararnótt 3. maí sl. Innan dyra var verkfæraskápur skemmdur og blárri, 2 dyra, Mercedes Benz bifreið stolið og er hún ófundin enn. Ekki óalgengt að reynt sé að stela Mercedes eðalvögnum en þjófnaður þessi þó óvenjulegur vegna þeirrar staðreyndar að þarna var um að ræða númerslaust og hurðalaust eintak, árgerð ´79, án ljósabúnaðar. Ánægðir lögreglumenn í GrindavíkLögreglan í Grindavík hefur staðið í umferðarátaki undanfarna daga og mælt hraða bifreiða í gríð og erg. Árangurinn vekur stolt með grindvískum lögregluþjónum því enginn hefur enn gerst sekur um hraðakstur og telja menn þar á bæ þetta merki um skynsemi heimamanna.