Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Löggan tístir á laugardaginn
Þriðjudagur 12. desember 2017 kl. 09:32

Löggan tístir á laugardaginn

Á laugardaginn kemur, 16. desember, fer fram Twitter-maraþon lögreglunnar, svokallað “Löggutíst”. Í löggutístinu munu Lögreglan á Norðurlandi eystra, Lögreglan á Suðurnesjum og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu nota samfélagsmiðilinn Twitter til að segja frá öllum verkefnum sem koma á borð þessara lögregluliða frá því kl. 16  til kl. 04 á sunnudagsmorgninum. Tilgangur viðburðarins er að gefa almenningi innsýn í störf lögreglu með því að fylgjast með útköllum sem henni berast, fjölda þeirra og hversu margvísleg þau eru.
 
Á meðan viðburðinum stendur munu embættin nota #-merkið #löggutíst til að merkja skilaboðin.
 
Lögreglan á Suðurnesjum mun tísta frá sínum notendaaðgangi: @sudurnespolice – eða á 
https://twitter.com/sudurnespolice
 
Lögreglan á Norðurlandi eystra mun tísta frá sínum notendaaðgangi: @logreglanNE – það má einnig sjá hér www.twitter.com/logreglanNE
 
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun tísta frá sínum notendaaðgangi: @logreglan – eða á www.twitter.com/logreglan
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024